Bæjarbúar á Eskifirði ósáttir við framkvæmdir Þórdís Valsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdir við Hlíðarendaá á Eskifirði eru harðlega gagnrýndar af bæjarbúum. Mynd/Atli Börkur Egilsson Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira