Bæjarbúar á Eskifirði ósáttir við framkvæmdir Þórdís Valsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdir við Hlíðarendaá á Eskifirði eru harðlega gagnrýndar af bæjarbúum. Mynd/Atli Börkur Egilsson Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira