Lífið

Karlar sem hata konur stiklan komin á netið

Stikla úr kvikmyndinni Karlar sem hata konur, sem byggð er á samnefndri bók eftir Stieg Larsson, er komin á netið.

Myndinni er leikstýrt af David Fincher en með hlutverk Mikaels Blomkvist og Lisbeth Salander fara þau Daniel Craig og Rooney Mara. Fincher hefur augljóslega viljað koma "norrænni" stemningu til skila í stiklunni því hann notar frægan slagara Led Zeppelin, Immigrant Song, í útgáfu Trents Reznor úr Nine Inch Nails.

Reznor hefur vonandi ekki haldið að lagið væri um Svíþjóð, heimaland Stiegs Larsson, því eins og allir vita var það samið eftir heimsókn bresku rokkrisanna til Íslands 1970. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.