Hefur slegið í gegn sem Kjellinn í Steindanum 3. júní 2011 16:00 „Félagi minn spurði hvort ég var til í þetta og ég sló bara til. Það var búið að vara mig við að þetta yrði smá vinsælt og ég ákvað bara að taka því," segir grínistinn Atli Helgason, eða „Kjellinn" í gamanþáttunum Steindinn okkar. Hann hefur birst upp úr þurru í hverjum þætti í Steindanum okkar að undanförnu, sagt orðið „kjellinn", og horfið síðan á braut. Þetta stutta en hnitmiðaða grínatriði hefur fallið vel í kramið hjá aðdáendum Steindans. Hér fyrir ofan má meðal annars sjá atriðið Síðasta óskin, þar sem Kjellinum bregður fyrir. Atli, sem er 28 ára og mikill aðdáandi Seinfeld-þáttanna, segir athyglina sem hann hefur fengið að undanförnu alveg nýja fyrir sér, enda hefur hann aldrei leikið áður. „Ég hef aldrei upplifað svona áður. Fólk kallar stundum á mig og ég brosi bara og þá brosir það á móti." Til að leika í þáttunum hefur hann brugðið sér úr vinnu sinni hjá Útilífi og brunað á tökustað, stundum í hádegishléinu sínu. „Þetta eru allt frábærir gaurar og það er gott andrúmsloft í kringum þetta," segir hann um Steinda og félaga. Sjálfur er Steindi ánægður með frammistöðu Atla. „Þegar við ákváðum að hafa þennan karakter kom eiginlega enginn annar til greina," segir hann. „Ég er mjög ánægður með „Kjellinn" og ég er hundrað prósent viss um að það er enginn sem gæti tæklað „Kjellinn" betur en „Kjellinn"." Annarri þáttaröð af Steindanum okkar lauk í gær. Þegar Atli er spurður hvort hann muni halda áfram samstarfi sínu við Steinda og félaga segist hann ekki hafa hugmynd um það. Hann býst alltént ekki við því að „Kjellinn" snúi aftur enda er Steindi ekki vanur að halda áfram með sömu persónur þáttaröð eftir þáttaröð. freyr@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Félagi minn spurði hvort ég var til í þetta og ég sló bara til. Það var búið að vara mig við að þetta yrði smá vinsælt og ég ákvað bara að taka því," segir grínistinn Atli Helgason, eða „Kjellinn" í gamanþáttunum Steindinn okkar. Hann hefur birst upp úr þurru í hverjum þætti í Steindanum okkar að undanförnu, sagt orðið „kjellinn", og horfið síðan á braut. Þetta stutta en hnitmiðaða grínatriði hefur fallið vel í kramið hjá aðdáendum Steindans. Hér fyrir ofan má meðal annars sjá atriðið Síðasta óskin, þar sem Kjellinum bregður fyrir. Atli, sem er 28 ára og mikill aðdáandi Seinfeld-þáttanna, segir athyglina sem hann hefur fengið að undanförnu alveg nýja fyrir sér, enda hefur hann aldrei leikið áður. „Ég hef aldrei upplifað svona áður. Fólk kallar stundum á mig og ég brosi bara og þá brosir það á móti." Til að leika í þáttunum hefur hann brugðið sér úr vinnu sinni hjá Útilífi og brunað á tökustað, stundum í hádegishléinu sínu. „Þetta eru allt frábærir gaurar og það er gott andrúmsloft í kringum þetta," segir hann um Steinda og félaga. Sjálfur er Steindi ánægður með frammistöðu Atla. „Þegar við ákváðum að hafa þennan karakter kom eiginlega enginn annar til greina," segir hann. „Ég er mjög ánægður með „Kjellinn" og ég er hundrað prósent viss um að það er enginn sem gæti tæklað „Kjellinn" betur en „Kjellinn"." Annarri þáttaröð af Steindanum okkar lauk í gær. Þegar Atli er spurður hvort hann muni halda áfram samstarfi sínu við Steinda og félaga segist hann ekki hafa hugmynd um það. Hann býst alltént ekki við því að „Kjellinn" snúi aftur enda er Steindi ekki vanur að halda áfram með sömu persónur þáttaröð eftir þáttaröð. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira