Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt Boði Logason skrifar 3. júní 2011 14:16 Borghildur Antonsdóttir og Brynjar Mettinisson, sonur hennar. Mynd/Samsett-Vísir.is „Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur. Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur.
Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32