Vigdís neitar því að hafa haft í hótunum Stígur Helgason skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Vigdís Hauksdóttir „Ég var ekki að hóta í þessu viðtali, eins og allir geta hlustað á og heyrt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um viðtal sem hún fór í við Ísland í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð og sumir fullyrt að í því hafi Vigdís haft í frammi lítt dulbúna hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem er henni ekki þóknanlegur. Spurð hvers vegna hún hafi nefnt það í kjölfarið á umræðu um meinta hlutdrægni fréttastofunnar að hún sæti í sérstökum hagræðingarhópi stjórnvalda segir Vigdís: „Því er til að svara að það er allur ríkisreksturinn þarna undir. Það verður að skoða þetta í samhengi allt saman hvað á að gera til framtíðar hér á landi.“ Hún segir að skoðun hennar, og eftir atvikum annarra í hagræðingarhópnum, á fréttaflutningi fréttastofu Ríkisútvarpsins muni engin áhrif hafa á það hvaða tillögur hópurinn muni gera um niðurskurð „Að sjálfsögðu ekki. Þetta kemur fréttaflutningi ekkert við. Upphafið að þessu viðtali var það að Ríkissjónvarpið flutti ranga frétt þar sem mér voru lögð orð í munn. Síðan hefur þetta undið upp á sig með þessum hætti og við því er ekkert að gera. Það er ekkert nýtt fyrir mér að það sé verið að rangtúlka það sem ég segi og snúa út úr því.“ Í kjölfar viðtalsins í gær var hafin undirskriftasöfnun á vefnum þar sem skorað var á Vigdísi að segja af sér formennsku í fjárlaganefnd og víkja úr hagræðingarhópnum. Í gærkvöldi höfðu yfir 1.500 manns skrifað undir. „Fólki er frjálst að setja af stað undirskriftarsafnanir eins og það vill um hin ýmsu málefni. Ég hef svo sem ekkert um það að segja,“ segir Vigdís. Hún muni hins vegar ekki verða við áskoruninni. „Að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vill ekki ganga svo langt að segja að Vigdís eigi að segja af sér. „Fólk verður bara að taka þær ákvarðanir sjálft. Það er ekki pólitískra andstæðinga að benda á það. En mér finnst að formaður fjárlaganefndar eigi allavega ekki að tala svona. Það er alveg á hreinu.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aldrei væri viðeigandi að tengja saman fjárframlög til RÚV og frammistöðu fréttastofunnar. Vigdís hefði hins vegar skýrt mál sitt.Úr viðtalinu umdeilda í morgunútvarpi Bylgjunnar:Vigdís: „Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín fjóra milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni við kannski einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, fari fram með þessum hætti?“Heimir Karlsson: „Þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitthvað lengra?“Vigdís: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
„Ég var ekki að hóta í þessu viðtali, eins og allir geta hlustað á og heyrt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um viðtal sem hún fór í við Ísland í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð og sumir fullyrt að í því hafi Vigdís haft í frammi lítt dulbúna hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem er henni ekki þóknanlegur. Spurð hvers vegna hún hafi nefnt það í kjölfarið á umræðu um meinta hlutdrægni fréttastofunnar að hún sæti í sérstökum hagræðingarhópi stjórnvalda segir Vigdís: „Því er til að svara að það er allur ríkisreksturinn þarna undir. Það verður að skoða þetta í samhengi allt saman hvað á að gera til framtíðar hér á landi.“ Hún segir að skoðun hennar, og eftir atvikum annarra í hagræðingarhópnum, á fréttaflutningi fréttastofu Ríkisútvarpsins muni engin áhrif hafa á það hvaða tillögur hópurinn muni gera um niðurskurð „Að sjálfsögðu ekki. Þetta kemur fréttaflutningi ekkert við. Upphafið að þessu viðtali var það að Ríkissjónvarpið flutti ranga frétt þar sem mér voru lögð orð í munn. Síðan hefur þetta undið upp á sig með þessum hætti og við því er ekkert að gera. Það er ekkert nýtt fyrir mér að það sé verið að rangtúlka það sem ég segi og snúa út úr því.“ Í kjölfar viðtalsins í gær var hafin undirskriftasöfnun á vefnum þar sem skorað var á Vigdísi að segja af sér formennsku í fjárlaganefnd og víkja úr hagræðingarhópnum. Í gærkvöldi höfðu yfir 1.500 manns skrifað undir. „Fólki er frjálst að setja af stað undirskriftarsafnanir eins og það vill um hin ýmsu málefni. Ég hef svo sem ekkert um það að segja,“ segir Vigdís. Hún muni hins vegar ekki verða við áskoruninni. „Að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vill ekki ganga svo langt að segja að Vigdís eigi að segja af sér. „Fólk verður bara að taka þær ákvarðanir sjálft. Það er ekki pólitískra andstæðinga að benda á það. En mér finnst að formaður fjárlaganefndar eigi allavega ekki að tala svona. Það er alveg á hreinu.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aldrei væri viðeigandi að tengja saman fjárframlög til RÚV og frammistöðu fréttastofunnar. Vigdís hefði hins vegar skýrt mál sitt.Úr viðtalinu umdeilda í morgunútvarpi Bylgjunnar:Vigdís: „Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín fjóra milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni við kannski einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, fari fram með þessum hætti?“Heimir Karlsson: „Þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitthvað lengra?“Vigdís: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira