Enski boltinn

Bale og Hazard tilnefndir í báðum flokkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gareth Bale
Gareth Bale Nordicphotos/Getty
Tilkynnt hefur verið hvaða sex leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins og efnilegasti leikmaður ársins á Englandi. Það eru samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi sem standa að kjörinu.

Gareth Bale og Eden Hazard, leikmenn Lundúnarliðanna Tottenham og Chelsea, eru tilnefndir í báðum flokkum. Manchester United og Chelsea eiga tvo fulltrúa í kjöri besta leikmannsins.

Eftirtaldir koma til greina sem knattspyrnumaður ársins:

Gareth Bale hjá Tottenham, Robin van Persie hjá Manchester United, Luis Suarez hjá Liverpool, Michael Carrick hjá Manchester United, Eden Hazard hjá Chelsea og Juan Mata hjá Chelsea.

Meðal þeirra sem ekki eru tilnefndir eru Sergio Aguero og David Silva hjá Manchester City, Wayne Rooney hjá Manchester United og Steven Gerrard hjá Liverpool.

Eftirtaldir koma til greina sem efnilegasti leikmaður ársins:

Gareth Bale hjá Tottenham, Christian Benteke hjá Aston Villa, Eden Hazard hjá Chelsea, Romelu Lukaku hjá West Brom, Danny Welbeck hjá Manchester United og Jack Wilshere hjá Arsenal.

Það eru leikmenn í samtökum atvinnumanna á Englandi sem kjósa í kjörinu. Robin van Persie, þáverandi leikmaður Arsenal, var valinn bestur í fyrra en Kyle Walker, hægri bakvörður Tottenham, sá efnilegasti. Tilkynnt verður hverjir hljóta hnossið á árlegu hófi á sunnudaginn.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×