Sport

Var svo snöggur að klára að hann fékk hrós frá Mike Tyson á Twitter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Francis Ngannou er vígalegur á þessari mynd þegar hann nær góðu höggi á Jair Rozenstruik í bardaga þerra í Jacksonville í Flórída fylki um helgina.
Francis Ngannou er vígalegur á þessari mynd þegar hann nær góðu höggi á Jair Rozenstruik í bardaga þerra í Jacksonville í Flórída fylki um helgina. Getty/Douglas P. DeFelice/

Francis Ngannou þurfti aðeins tuttugu sekúndur til að tryggja sér sigurinn á móti Jairzinho Rozenstruik. Það er því kannski ekkert skrítið að frammistaða hans hafi kallað á viðbrögð manna á samfélagsmiðlum.

Hinn 33 ára gamli Francis Ngannou hefur nú unnið fjóra bardaga í röð og er greinilega á miklu skriði. Það vita líka miklu fleiri hver hann er í dag og þá sérstaklega eftir ein athyglisverð skilaboð á Twitter.

Francis Ngannou fékk nefnilega kveðju og mikið hrós frá engum öðrum en hnefaleikagoðsögninni Mike Tyson á Twitter.

Mike Tyson sér Ngannou fyrir sér sem framtíðarmeistara í UFC og lét hann vita af því.

„Ómandi ... grimmur ... framtíðar meistari,“ skrifaði Mike Tyson.

Það voru einhver læti í Jairzinho Rozenstruik í fjölmiðlaviðtölum fyrir bardagann og það hjálpaði Francis Ngannou ef marka má viðtalið við hann eftir bardagann.

„Þegar ég heyrði að hann var kalla eftir mér þá áttaði ég mig á því að hann vissi ekki hvað hann var að gera,“ sagði Francis Ngannou og bætti við:

„Hann er ekki tilbúinn. Þetta er efnilegur bardagamaður en hann þarf að stíga til baka og undirbúa sig betur fyrir bardaga á móti manni eins og mér,“ sagði Francis Ngannou við Joe Rogan strax eftir bardagann.

„Ég vil samt þakka fyrir bardagann og að deila búrinu með mér í kvöld. Ég ber viðringu fyrir manni sem hefur trú á sjálfum sér. Haltu áfram kappi, vonast eftir að sjá þig aftur,“ sagði Francis Ngannou.

Francis Ngannou er að vonast eftir því að fá hann titilbardaga en hann tapaði slíkum bardaga á móti Stipe Miocic árið 2018.

„Ég veit ekki hvað þarf til að fá titilbardaga í UFC og hef sætt mig við það. Það er ekki það að mér alveg sama heldur vil ég ekki að það stýri mér. Hvort sem ég fæ titilbardaga eða ekki, þá er ég bardagamaður og get enn komið með yfirlýsingu eins og þessa,“ sagði Francis Ngannou.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.