Söng með þekktustu sópransöngkonu í heimi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 11:15 Andri Björn Róbertsson kemur fram með Kór Langholtskirkju í kvöld og um helgina. fréttablaðið/daníel „Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira