Lífið

Þernan fann kynlífstólin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jennifer Lawrence fór hjá sér þegar hótelþerna fann kynlífstól hennar undir rúminu á hóteli sem hún gisti á um daginn. Leikkonan tjáði sig um atvikið hjá Conan O'Brien í vikunni.

Leikkonan segir að vinkona hennar hafi gefið henni kassa af unaðstólum fyrir afturendann í gríni. Hún hafi falið þá undir rúminu en þernan brást öðruvísi við en hún bjóst við.

"Þernan var á leiðinni þannig að ég faldi þetta undir rúminu svo hún sæi þetta ekki. Síðan kom ég aftur inní herbergið og þá var hún búin að taka kassann undan rúminu og raða tólunum fallega á náttborðið mitt," segir Jennifer létt í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.