Lífið

Galdraþulan og sígaunaspil

Marín Manda skrifar
Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, höfundar bókarinnar Galdraþulan.
Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, höfundar bókarinnar Galdraþulan.
Vinkonurnar Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir hafa báðar haft unun af sígaunaspilum frá því að þær voru litlar stelpur. Sígaunaspil eru gömul spáspil sem þykja auðveldari í notkun en tarotspil.

„Við eigum báðar unglinga sem hafa verið að stelast í spilin okkar svo við ákváðum að hanna okkar eigin sígaunaspil sem væri þægilegra að meðhöndla fyrir yngri kynslóðina,“ segir Vilborg Aldís.

„Þegar við vorum að byrja að hanna spilin þá kom bókin eiginlega til okkar, ég veit að það er klisja en það er satt. Á þremur vikum varð hún að veruleika, við fengum útgefanda strax og allt gekk eins og í sögu. Þangað til allt fór að ganga á afturfótunum,“ segir Hafdís.

Þær segja frá óútskýranlegum vandamálum sem komu upp í kringum prentun og flutning bókarinnar Galdraþulan, en bókin var prentuð erlendis. „Það mætti því halda að það væru álög á sjálfri bókinni en það þykir okkur bara enn meira spennandi,“ segir Hafdís. 

Bókin fjallar um hina 14 ára Kæju sem er ósköp venjuleg stelpa sem er hálf-rúmensk og hálf-íslensk. Á 15 ára afmælisdaginn fær hún að gjöf gamlan nornakistil frá ömmu sinni í Rúmeníu en í honum finnur hún eldgömul spáspil. Atburðarásin er spennandi og undarlegir hlutir fara að gerast hjá henni. Sígaunaspil fylgja hverri bók og fléttast inn í söguþráðinn. Nánari útskýringar á spilunum er að finna á Facebook-síðunni, Galdraþulan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.