Enski boltinn

Middlesbrough vann Mansfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Middlesbrough fagna marki Dong-Gook Lee
Leikmenn Middlesbrough fagna marki Dong-Gook Lee Nordic Photos / Getty Images

Middlesbrough varð í dag annað liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að leggja Mansfield að velli, 2-0.

Í gærkvöldi varð Barnsley fyrsta liðið til að koma sér í næstu umferð með því að vinna Southend á útivelli, 1-0.

D-deildarliðið Mansfield barðist hetjulega í leiknum en varð að játa sig sigrað. Dong-Gook Lee kom Middlesbrough yfir á 15. mínútu og fyrirliði Mansfield, Jake Buxton, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark skömmu fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×