Innlent

Smíðaði sinn eigin hjólastól

Birta Björnsdóttir skrifar
Arnar Helgi með stólinn sem hann smíðaði.
Arnar Helgi með stólinn sem hann smíðaði.
„Ég stefni á að slá öll Íslandsmet sem til eru," segir Arnar Helgi Lárusson, sem nýverið smíðaði sinn eigin keppnishjólastól í bílskúrnum heima hjá sér.

Arnar Helgi Lárusson hefur notast við sama hjólastólinn við íþróttaiðkun sína undanfarin ár og sá var farinn að láta á sjá. Þar sem nýr stóll er afar dýr brá Arnar á það ráð að smíða sinn eigin stól.

„Ég er búin að fara tæpa 5000 kílómetra á gamla stólnum og þurfti að fá nýjan. Ég er bæði búinn að léttast og grennast síðan ég eignaðist gamla stólinn og hann þarf að vera alveg aðsniðinn. Ég vildi líka prufa nýja hluti sem ekki var hægt á þeim gamla svo ég ákvað bara að smíða nýjan stól,“ segir Arnar.

Hann útilokar ekki að hann komi til með að smíða fleiri stóla í framtíðinni, fyrir sjálfan sig eða aðra.

Nánar verður fjallað um Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×