Innlent

Fékk gæs í gegnum framrúðuna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þetta er ótrúleg sjón.
Þetta er ótrúleg sjón.
Bandarísk kona var ótrúlega heppin þegar hún slapp algjörlega ómeidd úr hreint ótrúlegu umferðarslysi. Hún lenti í árekstri við gæs á hraðbraut í Colorado-fylki – gæsin fór hreinlega í gegnum framrúðuna á bíl konunnar.

Konan, sem heitir Shannon Jergenson, var á leið til vinnu og ók leið sem hún fer daglega til vinnu. Á vegi númer 76 í grennd við bæinn Golden, neyddist Jergenson til þess að snarhemla – því gæs var komin hálf inn í bílinn hennar

„Fuglinn birtist allt í einu og „bamm“ – fór beint í gegnum framrúðuna,“ útskýrir Jergenson.

Mikið mildi þykir að enginn bíll var fyrir aftan Jergenson þegar hún bremsaði og lagði bílnum úti í vegkantinum.

„Ég sá varla neitt, því framrúðan var í molum,“ segir Jergenson við fréttamenn.

Mikið af smáum gerbrotum hafa dreifðist yfir bílinn og hana sjálfa. „Þegar ég kom heim tók ég eftir því að hárið mitt var þakið gerbrotum.“

Jergenson, sem er hárgreiðslukona, mætti til vinnu – nokkrum tímum of seint. Hún segist ennþá svolítið stressuð að setjast undir stýri. „Þetta var auðvitað ótrúlegt slys. En ég er enn í smá sjokki. Ég þarf að tala sjálfa mig til áður en ég starta bílnum mínum,“ sagði Jergenson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×