Ísraelar spila alvöru Football Manager 25. október 2007 10:40 NordicPhotos/GettyImages Getur lið náð árangri með 8,000 þjálfara? Þessari spurningu verður fljótlega svarað í Ísrael þar sem hugmyndin á bak við tölvuleikinn Football Manager hefur nú verið færð í áþreifanlegan búning. Aðeins rúmlega 100 manns mættu til að fylgjast með leik Hapoel Kiryat Shalom spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu viku, en þó voru rúmlega 10,000 manns sem fylgdust með leiknum - og þorri þeirra var að þjálfa liðið. Hugmynd þessi varð til á HM í fyrra þar sem fjöldi manna var ósáttur við þjálfara Argentínu að leyfa Leo Messi ekki að vera í byrjunarliðinu fyrir leik gegn Þjóðverjum. Það er vefsíðan Web2Sport.com sem byrjaði með þessa skemmtilegu hugmynd, þar sem fólk getur farið á netið og gerst þjálfarar hjá liði Shalom - ekki ósvipað og í tölvuleiknum vinsæla Football Manager. Sérstakur þjálfari var fenginn til að stýra æfingum hjá liðinu en þar fyrir utan eru það þjálfararnir heima í stofu sem ráða því hvernig liðið spilar og hvernig því er stillt upp. Það gera þátttakendur í tölvunni heima - alveg eins og í tölvuleiknum. Á leikdag sitja menn svo heima og horfa á beina útsendingu frá leikjum liðsins á netinu þar sem alvöru knattspyrnumenn spreyta sig í alvöru leik. Kryat tapaði fyrsta leiknum sínum 3-2. "Flestir leikmanna liðsins eru mjög ánægðir með þetta, því þetta vekur svo mikla athygli. Einn leikmanna liðsins, sem er fertugur og hefur leikið með því mjög lengi, var þó ekki sérstaklega ánægður því hann var kosinn út úr liðinu," sagði Moshe Hogeg, yfirmaður netsíðunnar. Hann segir hugmyndina mælast mjög vel fyrir í Ísrael og hyggur á frekari útrás hugmyndarinnar á Englandi á næsta tímabili. "Fjárfestar okkar ætla að gera svipaða hliti á Englandi á næsta keppnistímabili og vonir standa til um að þar verðum við með lið sem er ofar en í sjöttu deild," sagði Hogeg, en þar mun fyrirtækið væntanlega mæta harðri samkeppni frá ensku fyrirtæki - moneyfootballclub.com - sem þegar hefur verið komið á laggirnar þar í landi. Þegar hafa yfir 53,000 manns skráð sig til leiks þar og vonir standa til um að hægt verði að rukka hvern þeirra um 35 pund til að reka félagið. Félög eins og Halifax, sem er í miklum rekstrarerfiðleikum, hafa þegar átt í viðræðum við fyrirtækið. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Getur lið náð árangri með 8,000 þjálfara? Þessari spurningu verður fljótlega svarað í Ísrael þar sem hugmyndin á bak við tölvuleikinn Football Manager hefur nú verið færð í áþreifanlegan búning. Aðeins rúmlega 100 manns mættu til að fylgjast með leik Hapoel Kiryat Shalom spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu viku, en þó voru rúmlega 10,000 manns sem fylgdust með leiknum - og þorri þeirra var að þjálfa liðið. Hugmynd þessi varð til á HM í fyrra þar sem fjöldi manna var ósáttur við þjálfara Argentínu að leyfa Leo Messi ekki að vera í byrjunarliðinu fyrir leik gegn Þjóðverjum. Það er vefsíðan Web2Sport.com sem byrjaði með þessa skemmtilegu hugmynd, þar sem fólk getur farið á netið og gerst þjálfarar hjá liði Shalom - ekki ósvipað og í tölvuleiknum vinsæla Football Manager. Sérstakur þjálfari var fenginn til að stýra æfingum hjá liðinu en þar fyrir utan eru það þjálfararnir heima í stofu sem ráða því hvernig liðið spilar og hvernig því er stillt upp. Það gera þátttakendur í tölvunni heima - alveg eins og í tölvuleiknum. Á leikdag sitja menn svo heima og horfa á beina útsendingu frá leikjum liðsins á netinu þar sem alvöru knattspyrnumenn spreyta sig í alvöru leik. Kryat tapaði fyrsta leiknum sínum 3-2. "Flestir leikmanna liðsins eru mjög ánægðir með þetta, því þetta vekur svo mikla athygli. Einn leikmanna liðsins, sem er fertugur og hefur leikið með því mjög lengi, var þó ekki sérstaklega ánægður því hann var kosinn út úr liðinu," sagði Moshe Hogeg, yfirmaður netsíðunnar. Hann segir hugmyndina mælast mjög vel fyrir í Ísrael og hyggur á frekari útrás hugmyndarinnar á Englandi á næsta tímabili. "Fjárfestar okkar ætla að gera svipaða hliti á Englandi á næsta keppnistímabili og vonir standa til um að þar verðum við með lið sem er ofar en í sjöttu deild," sagði Hogeg, en þar mun fyrirtækið væntanlega mæta harðri samkeppni frá ensku fyrirtæki - moneyfootballclub.com - sem þegar hefur verið komið á laggirnar þar í landi. Þegar hafa yfir 53,000 manns skráð sig til leiks þar og vonir standa til um að hægt verði að rukka hvern þeirra um 35 pund til að reka félagið. Félög eins og Halifax, sem er í miklum rekstrarerfiðleikum, hafa þegar átt í viðræðum við fyrirtækið.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira