Innlent

Mál Hannesar verður tekið fyrir í héraðsdómi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA/Richard
Hæstiréttur felldi í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að fella mál sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni. Héraðsdómur mun því taka málið til efnismeðferðar. Hannes var ákærður í fyrra fyrir að hafa dregið að sér tæpa þrjá milljarða króna af fjármunum FL Group árið 2005.

Héraðsdómur vísaði málinu frá vegna þess að sakargiftum var ekki lýst nógu vel í ákæru, en Hæstiréttur féllst ekki á það og felldi úrskurðinn úr gildi.

Ákæra sérstaks saksóknara sneri að tæðlega þriggja milljarða króna millifærslu af reikningum FL Group á reikning í eigu Fons í Kaupþingi í Lúxemborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×