Umbylting á félagslega íbúðakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2014 20:00 Alþýðusambandið kynnti í dag nýtt félagslegt húsnæðiskerfi sem myndi gerbylta ástandinu á félagslega leigumarkaðnum. Byggðar verði þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin og sex hundruð íbúðir á ári eftir það, með aðkomu húsnæðisstofnunar, ríkis og sveitarfélaga. Kerfið yrði sjálfbært á 40 árum. Alþýðusambandið segir að það hafi verið mistök að einkavæða verkamannabústaðina árið 2002. Síðan þá hafi safnast upp vandi hjá tekjulægstu hópunum í samfélaginu sem í dag greiði allt að 45 prósent tekna sinna í húsnæðiskostnað.Alþýðusambandið kynnti í dag hugmyndir sínar um nýtt félagslegt húsnæðiskerfi ásamt kostnaðarmati. En ASÍ telur að allt að 25 prósent vinnandi fólks þurfi á félagslegu húsnæði að halda. Íbúarnir legðu fram 2 prósent af kostnaðinum sem yrði endurgreitt þegar flutt væri út, sveitarfélögin stæðu undir 14 prósentum í formi lóða og gatnagerðargjalda en ný húsnæðisveðlánastofnun eða húsnæðislánafélög lánuðu 84 prósent. Framlag ríkisins fælist í niðurgreiðslu vaxta af lánum þannig að greiðsla íbúanna yrði föst. „Við teljum að það eigi ekki að líta á það sem félagslegt vandamál að fólk þurfi að fara til félagsþjónustu sveitarfélaga við það eitt að fá aðstoð vegna húsnæðismála. Vaxtabótakerfið er ekki þannig byggt upp að menn þurfi að sækja um aðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Og þannig á það heldur ekki að vera varðandi þessi úrræði í húsnæðismálum," segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins. Lagt er til að kerfið verði á forræði sveitarfélaganna sem geti ráðstafað hluta íbúðanna til þeirra sem þurfa félagslega aðstoð.Miðað við meðaltals markaðsleigu í dag gæti leiga lækkað úr 135 þúsund krónum á mánuði í 105 þúsund og farið í 83 þúsund með húsaleigubótum. Þannig myndi leiga sem hlutfall af tekjum geta farið úr 47 prósentum hjá einhleypingi niður í 24 prósent, hjá einstæðu foreldri úr 33 prósentum í 21 prósent og hjá hjónum með tvö börn úr 31 prósenti í 23 prósent. „Við erum að leggja það til að lagt verði af stað með því að byggja eða kaupa þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin og síðan eftir það 600 íbúðir á ári,“ segir Gylfi. Kerfið yrði sjálfbært eftir um 40 ár og gæti staðið undir nýbyggingum á félagslegu leiguhúsnæði en kostnaður ríkisins við þetta á 40 árum væri umtalsvert minni en boðaðar skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „En það er alveg ljóst að við munum fylgja þessu mjög fast eftir. Við teljum að það verði ekki lengur dregið að koma til móts við þennan hóp bæði okkar félagsmanna og landsmanna sem er í mestum vanda í húsnæðismálum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Alþýðusambandið kynnti í dag nýtt félagslegt húsnæðiskerfi sem myndi gerbylta ástandinu á félagslega leigumarkaðnum. Byggðar verði þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin og sex hundruð íbúðir á ári eftir það, með aðkomu húsnæðisstofnunar, ríkis og sveitarfélaga. Kerfið yrði sjálfbært á 40 árum. Alþýðusambandið segir að það hafi verið mistök að einkavæða verkamannabústaðina árið 2002. Síðan þá hafi safnast upp vandi hjá tekjulægstu hópunum í samfélaginu sem í dag greiði allt að 45 prósent tekna sinna í húsnæðiskostnað.Alþýðusambandið kynnti í dag hugmyndir sínar um nýtt félagslegt húsnæðiskerfi ásamt kostnaðarmati. En ASÍ telur að allt að 25 prósent vinnandi fólks þurfi á félagslegu húsnæði að halda. Íbúarnir legðu fram 2 prósent af kostnaðinum sem yrði endurgreitt þegar flutt væri út, sveitarfélögin stæðu undir 14 prósentum í formi lóða og gatnagerðargjalda en ný húsnæðisveðlánastofnun eða húsnæðislánafélög lánuðu 84 prósent. Framlag ríkisins fælist í niðurgreiðslu vaxta af lánum þannig að greiðsla íbúanna yrði föst. „Við teljum að það eigi ekki að líta á það sem félagslegt vandamál að fólk þurfi að fara til félagsþjónustu sveitarfélaga við það eitt að fá aðstoð vegna húsnæðismála. Vaxtabótakerfið er ekki þannig byggt upp að menn þurfi að sækja um aðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Og þannig á það heldur ekki að vera varðandi þessi úrræði í húsnæðismálum," segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins. Lagt er til að kerfið verði á forræði sveitarfélaganna sem geti ráðstafað hluta íbúðanna til þeirra sem þurfa félagslega aðstoð.Miðað við meðaltals markaðsleigu í dag gæti leiga lækkað úr 135 þúsund krónum á mánuði í 105 þúsund og farið í 83 þúsund með húsaleigubótum. Þannig myndi leiga sem hlutfall af tekjum geta farið úr 47 prósentum hjá einhleypingi niður í 24 prósent, hjá einstæðu foreldri úr 33 prósentum í 21 prósent og hjá hjónum með tvö börn úr 31 prósenti í 23 prósent. „Við erum að leggja það til að lagt verði af stað með því að byggja eða kaupa þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin og síðan eftir það 600 íbúðir á ári,“ segir Gylfi. Kerfið yrði sjálfbært eftir um 40 ár og gæti staðið undir nýbyggingum á félagslegu leiguhúsnæði en kostnaður ríkisins við þetta á 40 árum væri umtalsvert minni en boðaðar skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „En það er alveg ljóst að við munum fylgja þessu mjög fast eftir. Við teljum að það verði ekki lengur dregið að koma til móts við þennan hóp bæði okkar félagsmanna og landsmanna sem er í mestum vanda í húsnæðismálum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira