Innlent

Nýskráðum bílum fækkar um 35 prósent

MYND/GVA

Samdráttur upp á tæplega 35 prósent varð í nýskráningum bíla á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru tæplega 5.800 nýir bílar skráðir á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þegar horft er síðastliðinna tólf mánaða voru ríflega 20 þúsund bílar nýskráðir á landinu en það er rúmlega fjórðungssamdráttur frá fyrra tólf mánaða tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×