Mikilvægt hjá Val 13. október 2005 18:54 Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira