Erlent

Frakkar verði fullgildir meðlimir NATO

Nicolas Sarkozy sagði á leiðtogafundi NATO í morgun að ákvörðun verði tekin á þessu ári um fulla aðild Frakka að bandalaginu. Frakkar hafa í áratugi verið á skjön við aðrar þjóðir í bandalaginu og ekki tekið þátt í hernaðarlegum ákvörðunum.

Það var Charles deGaulle, þáverandi forseti landsins sem árið 1966 dró Frakka út úr bandalaginu að nokkru leyti. Sarkozy hefur allt frá því hann tók við embætti talað fyrir aukinni samvinnu Evrópuríkja á sviði hermála og er því fastlega búist við því að hann geri Frakka aftur að fullgildum meðlimum NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×