Íslenski boltinn

Eiður hugsanlega með gegn Wales

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP
Forráðamenn Barcelona hafa ákveðið að fresta sýningarleik liðsins gegn Al Ittihad sem átti að fara fram í Jeddah í Sádi-Arabíu á mánudaginn.

Leikur Íslands og Wales fer fram á miðvikudaginn en upphaflega vildi Barcelona ekki sleppa Eiði Smára Guðjohnsen landsliðsfyrirliða í leikinn.

Á heimasíðu Barcelona segir að margir leikmanna félagsins eru fjarverandi vegna meiðsla og að það sé helsta ástæðan fyrir því að leiknum var frestað. Félögin hafa komist að samkomulagi að leikurinn fari fram í haust, áður en spænska úrvalsdeildin hefst.

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi í vikunni að hann hefði gengið hart á eftir Eiði Smára og má gera ráð fyrir því að hann endurnýji beiðni sína í ljósi tíðinda dagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×