Lífið

Heiðar keypti 100 milljón króna hús

nordicphotos/getty
Sunnuvegurinn í Reykjavík þykir með flottari götum landsins og margt um glæsileg hús þar. Knattspyrnukappinn Ríkharður Daðason er meðal íbúa í götu þeirri og bætist nú í íþróttahópinn því fótboltasnillingurinn Heiðar Helguson hefur fest kaup á húsi þar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði húsið um 100 milljónir króna og býr yfir alls kyns lúxus, þar á meðal sundlaug. Heiðar, sem er fæddur á Dalvík, er mestmegnis búsettur í Englandi eins og undanfarin ár þar sem hann hefur spilað fótbolta með liðunum Watford, Fulham, Bolton og QPR þar til hann fór loks til Cardiff City nú í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.