Fótbolti

Messi tryggði Argentínu sigur á Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi fagnar marki sínu í kvöld.
Messi fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP

Lionel Messi var hetja Argentínumanna en hann tryggði sínum mönnum sigur á Brasilíu í vináttulandsleik í Katar í kvöld.

Messi skoraði markið í uppbótartíma. Hann fékk sendingu frá Ezequiel Lavezzi, lék á tvo varnarmenn og náði glæsilegu skoti í fjærhornið.

Ronaldinho var í byrjunarliði Brasilíu í skot og var nálægt því að skora með hælspyrnu og þá átti Dani Alves skot í slá. Þá hafði Messi einnig átt skot í utanverða stöngina fyrir Argentínu.

Þetta var fyrsta mark Messi í fimm landsleikjum gegn Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×