Innlent

Sýningin um Surtsey opnuð í þjóðmenningarhúsinu

Sigurður Þórarinsson

Sýningin ,,Surtsey - jörð úr ægi" verður opnuð kl. 16.00 í Þjóðmenningarhúsinu. Í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem stendur fyrir sýningunni, er henni lýst sem ,,tilkomumikilli og hátæknivæddri margmiðlunarsýningu sem rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar frá upphafi goss 1963 fram til okkar daga, og spáir fyrir um mótun eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin" Sýningin skýrir einnig forsendur þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að tilnefna Surtsey á heimsminjaská UNESCO.

 

Sýninguna hönnuðu Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sviðsmyndahönnuður í Hjörleifur Stefánsson arkitekt og samstarfi við þýska margmiðlunarfyrirtækið Art+Com.

 

Við opnunina í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag býður Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenningarhússins gesti velkomna, Jón Gunnar Ottósson forstjóri Nátúrufræðistofnunar Íslands flytur ávarp og loks opnar Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sýninguna. Tríó Jóels Pálssonar flytur tónlistina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×