Lífið

Amy gæti dáið ef hún hættir ekki í dópinu

Amy þarf að taka sig  á.
Amy þarf að taka sig á.
Læknar hafa varað Amy Winehouse við því, að haldi hún áfram að neyta eiturlyfja geti það orðið banabiti hennar. Amy var í gærkvöldi enn undir læknishendi eftir að hún hné niður á mánudag. Læknar segja að næsta yfirlið gæti orðið hennar síðasta.

Breska blaðið The Sun hefur eftir heimildamanni sínum að þó söngkonan hafi sloppið með skrekkinn núna komi að því að hún standi ekki upp aftur. Læknar vilja meina að yfirliðið nú tengist of stórum skammti sem hún tók síðasta sumar. Eina leiðin til að forðast að sagan endurtaki sig sé að hætta allri eiturlyfjaneyslu.

Heimildamaður blaðsins segir að vinir hennar hafi hvatt hana til að taka sér sex mánaða frí hið minnsta til að losa sig úr viðjum fíkninnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.