Tveir af bestu bardagamönnum heims berjast í kvöld og það er öllum sama Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. apríl 2016 14:45 UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili MMA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Sjá meira
UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili
MMA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Sjá meira