Tveir af bestu bardagamönnum heims berjast í kvöld og það er öllum sama Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. apríl 2016 14:45 UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili MMA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili
MMA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira