Enski boltinn

Laudrup hefur ekki áhyggjur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Laudrup, stjóri Swansea.
Michael Laudrup, stjóri Swansea. Nordic Photos / Getty
Þrátt fyrir slæmt gengi Swansea í síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni hefur stjórinn Michael Laudrup ekki áhyggjur af stöðu liðsins.

Swansea hefur aðeins fengið þrjú stig úr síðustu sex leikjum sínum og er sem stendur í þrettánda sæti deildarinnar. Næstu tveir leikir liðsins eru gegn Manchester United og Tottenham.

„Ég fæ ekki betur séð en að leikmenn liðsins séu fullir sjálfstrausts,“ sagði Laudrup við enska fjölmiðla. „Ég hef því ekki áhyggjur.“

„Ég ber virðingu fyrir tölfræðinni og kannski kemur að því að við verðum aðeins nokkrum stigum frá fallsæti. En við verðum bara að halda áfram að safna stigum og þá sérstaklega þegar við spilum við lið úr neðri hluta deildarinnar.“

„Ef við spilum eins vel og við höfum gert í síðustu leikjum þá munu stigin koma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×