Enski boltinn

Kinnear segist vera bestur

Joe Kinnear.
Joe Kinnear.
Það hefur verið mikið hlegið að Newcastle fyrir að ráða Joe Kinnear sem yfirmann knattspyrnumála. Kinnear hefur síðan lítið hjálpað sjálfum sér með umdeildum yfirlýsingum upp á síðkastið.

Kinnear er ekki hættur að rífa kjaft og hann mætir til starfa með sjálfstraustið í botni. Segist bera höfuð og herðar yfir aðra í sömu stöðu.

"Ég er örugglega eini yfirmaður knattspyrnumála sem hefur verið knattspyrnustjóri. Ég veit ekki um neinn annan stjóra sem hefur farið í þetta starf," sagði Kinnear.

"Ég hef verið stjóri í 35 ár og hef verið valinn stjóri ársins. Ég hef líka unnið til allra verðlauna sem leikmaður. Þessir kostir setja mig hátt yfir alla aðra í sama starfi. Sumir yfirmenn knattspyrnumála hafa aldrei spilað fótbolta."

Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa stuðningsmenn Newcastle enga trú á honum og krefjast þess að hann verði látinn víkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×