Tíunda keppnisdegi á HM í pílukasti lauk í kvöld en keppt er í Alexandra Palace í Lundúnum.
Síðasti leikur kvöldsins var á milli heimsmeistarans Michael Van Gerwen en hann mætti Bretanum Ricky Evans og er óhætt að segja að heimsmeistarinn hafi sýnt mátt sinn því hann vann einvígið 4-0 og náði meðal annars 10 sinnum 180.
Heimsmeistarinn þar með kominn í 16 manna úrslit sem hefjast þann 27.desember næstkomandi en einnig fóru þeir Kim Huybrechts, Steve Beaton og Nathan Aspinall áfram í kvöld.
Á morgun er síðasti keppnisdagur þriðju umferðarinnar og í kjölfarið verður ekkert pílað frá 24.-26.desember þar til 16 manna úrslitin hefjast.
VAN GERWEN WINS IT IN STYLE!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2019
Incredible stuff from Michael van Gerwen as he defeats Ricky Evans in straight sets hitting TEN 180s on his way to a 4-0 victory. pic.twitter.com/B4wbZRdUEy