Líður eins og ég sé staddur í draumi Hjörvar Ólafsson skrifar 11. nóvember 2019 11:30 Arnar Daváið fagnar. mynd/fréttablaðið Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira