Þar sem tæp 40 ár eru síðan The Shining kom út má vera að of fáir þekki fyrri myndina af þeim hópi sem helst sækir hrollvekjur í dag en sá hópur er 27% yngri en meðal bíógestur. Sú kynslóð sem sá The Shining í bíó á sínum tíma, fólk sem nú er um og yfir sextugt, er aðeins 13% þeirra sem sækja kvikmyndahús í dag og alls ekki í hópi þeirra sem sækja hrollvekjur. Þetta útskýrir slappar aðsóknartölur þó aðeins að hluta.


Eftir á að hyggja hefðu framleiðendurnir mátt leggja meiri áherslu á að kynna persónu Kyliegh Curran en auðveldlega má færa rök fyrir því að hún sé það besta við myndina. Hins vegar var ákveðið að hafa andlit Ewan McGregor í forgrunni og myndin markaðssett með það fyrir augum að ná eldri áhorfendum sem aftur á móti héldu sig að mestu heima.
Hér má hlýða á umfjöllun Stjörnubíós um Doctor Sleep og The Shining.