Doctor Sleep vakti ekki áhuga kvenna og kolféll Heiðar Sumarliðason skrifar 11. nóvember 2019 09:22 Doctor Sleep náði ekki hylli áhorfenda. Tölur yfir bíóaðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum hafa verið birtar. Samkvæmt þeim hefur Doctor Sleep, framhaldið af The Shining, aðeins halað inn 14,1 milljón dollara. Þetta hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir útgefanda myndarinnar Warner Brothers en spár höfðu gefið til kynna að Doctor Sleep myndi hala inn 25 milljónum fyrstu sýningarhelgina. Nú velta fjölmiðlar vestra fyrir fyrir sér hvað skýri þessa litlu aðsókn. Þar sem tæp 40 ár eru síðan The Shining kom út má vera að of fáir þekki fyrri myndina af þeim hópi sem helst sækir hrollvekjur í dag en sá hópur er 27% yngri en meðal bíógestur. Sú kynslóð sem sá The Shining í bíó á sínum tíma, fólk sem nú er um og yfir sextugt, er aðeins 13% þeirra sem sækja kvikmyndahús í dag og alls ekki í hópi þeirra sem sækja hrollvekjur. Þetta útskýrir slappar aðsóknartölur þó aðeins að hluta. Eldra fólk hafði öðrum hnöppum að hneppa þessa helgina.It 2 sem einnig byggir á sögu Stephen King halaði nýverið inn meira en 90 milljón dollara fyrstu sýningarhelgina. Vefsíðan The Wrap bendir á hve stór hluti þeirra sem keyptu sig inn á hana hafi verið ungar konur en þær eru mjög áhugasamar um hrollvekjur og sækja þær til jafns við karlkyns jafnaldra sína. Markaðssetning Warner Brothers náði hins vegar engan veginn til kvenna og varð það myndinni að falli. Kyliegh Curran stelur seununni í Doctor Sleep. Eftir á að hyggja hefðu framleiðendurnir mátt leggja meiri áherslu á að kynna persónu Kyliegh Curran en auðveldlega má færa rök fyrir því að hún sé það besta við myndina. Hins vegar var ákveðið að hafa andlit Ewan McGregor í forgrunni og myndin markaðssett með það fyrir augum að ná eldri áhorfendum sem aftur á móti héldu sig að mestu heima. Fjölmiðlar hafa einnig velt því upp hvort Ewan McGregor sé hreinlega leikari sem geti opnað myndir og hvort hún hefði hlotið betri aðsókn með öðrum aðalleikara. Erfitt er hins vegar um það að spá en augljóslega hefur eitthvað farið stórlega úrskeiðis með tilliti til markaðssetningar myndinnar. Hér má hlýða á umfjöllun Stjörnubíós um Doctor Sleep og The Shining. Stjörnubíó Tengdar fréttir Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Tölur yfir bíóaðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum hafa verið birtar. Samkvæmt þeim hefur Doctor Sleep, framhaldið af The Shining, aðeins halað inn 14,1 milljón dollara. Þetta hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir útgefanda myndarinnar Warner Brothers en spár höfðu gefið til kynna að Doctor Sleep myndi hala inn 25 milljónum fyrstu sýningarhelgina. Nú velta fjölmiðlar vestra fyrir fyrir sér hvað skýri þessa litlu aðsókn. Þar sem tæp 40 ár eru síðan The Shining kom út má vera að of fáir þekki fyrri myndina af þeim hópi sem helst sækir hrollvekjur í dag en sá hópur er 27% yngri en meðal bíógestur. Sú kynslóð sem sá The Shining í bíó á sínum tíma, fólk sem nú er um og yfir sextugt, er aðeins 13% þeirra sem sækja kvikmyndahús í dag og alls ekki í hópi þeirra sem sækja hrollvekjur. Þetta útskýrir slappar aðsóknartölur þó aðeins að hluta. Eldra fólk hafði öðrum hnöppum að hneppa þessa helgina.It 2 sem einnig byggir á sögu Stephen King halaði nýverið inn meira en 90 milljón dollara fyrstu sýningarhelgina. Vefsíðan The Wrap bendir á hve stór hluti þeirra sem keyptu sig inn á hana hafi verið ungar konur en þær eru mjög áhugasamar um hrollvekjur og sækja þær til jafns við karlkyns jafnaldra sína. Markaðssetning Warner Brothers náði hins vegar engan veginn til kvenna og varð það myndinni að falli. Kyliegh Curran stelur seununni í Doctor Sleep. Eftir á að hyggja hefðu framleiðendurnir mátt leggja meiri áherslu á að kynna persónu Kyliegh Curran en auðveldlega má færa rök fyrir því að hún sé það besta við myndina. Hins vegar var ákveðið að hafa andlit Ewan McGregor í forgrunni og myndin markaðssett með það fyrir augum að ná eldri áhorfendum sem aftur á móti héldu sig að mestu heima. Fjölmiðlar hafa einnig velt því upp hvort Ewan McGregor sé hreinlega leikari sem geti opnað myndir og hvort hún hefði hlotið betri aðsókn með öðrum aðalleikara. Erfitt er hins vegar um það að spá en augljóslega hefur eitthvað farið stórlega úrskeiðis með tilliti til markaðssetningar myndinnar. Hér má hlýða á umfjöllun Stjörnubíós um Doctor Sleep og The Shining.
Stjörnubíó Tengdar fréttir Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15