Föstudagsplaylisti Alison MacNeil Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 18. október 2019 20:45 Portrett af Alison. Magda Doborzynska Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira