Simone Biles sendi fjölskyldu fórnarlamba bróður síns samúðarkveðjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:30 Simone Biles. Getty/Jamie Squire Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan. Bandaríkin Fimleikar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan.
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira