Alonso hetja Chelsea á Brúnni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcos Alonso var hetja Chelsea í dag
Marcos Alonso var hetja Chelsea í dag vísir/getty
Chelsea þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Newcastle á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.Lærisveinum Frank Lampard gekk illa að brjóta aftur þétta vörn Newcastle og var það ekki fyrr en á 73. mínútu að Marcos Alonso tókst að brjóta ísinn.Markið var mjög í takt við gang leiksins, en leikmenn Chelsea höfðu herjað að marki Newcastle áður en markið kom að lokum.Fleiri urðu mörkin ekki, lokastaðan 1-0.Sigurinn þýðir að Chelsea fer í þriðja sætið, upp fyrir Manchester City og Arsenal, með 17 stig líkt og Leicester en Refirnir eru með betri markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.