Innlent

Svartur mars í uppsögnum

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
473 var sagt upp í hópuppsögnum í mars.
473 var sagt upp í hópuppsögnum í mars. Fréttablaðið/Daníel
Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. Þar munaði mest um tvær hópuppsagnir í starfsemi tengdri flutningum og geymslu þar sem 328 manns var sagt upp, þar af 315 hjá Airport Associates. Stórum hluta þeirra hefur verið boðin endurráðning á öðrum kjörum.

Hinar uppsagnirnar koma úr fjórum greinum; 46 í ferðaþjónustu, 37 í framleiðslu, 32 í byggingarstarfsemi og 30 í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi. Uppsagnir hjá WOW air og aðrar vegna gjaldþrota eru ekki í þessum tölum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.