Brasilíumenn enduðu enn einn titildraum Messi í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Jesus og Roberto Firmino fagna fyrra markið leiksins.
Gabriel Jesus og Roberto Firmino fagna fyrra markið leiksins. Getty/Pedro Vilela
Brasilía er komið áfram í úrslitaleik Suðurameríkukeppni landsliða í knattspyrnu, Copa America, eftir 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Argentínu í undanúrslitaleik í Belo Horizonte í nótt.Leikmenn Manchester City og Liverpool sáu um mörkin í leiknum. Gabriel Jesus skoraði fyrra markið í fyrri hálfeik en Roberto Firmino það síðara í seinni hálfleiknum.Lionel Messi þarf því að bíða enn lengur eftir titli með argentínska landsliðinu en hann hefur aldrei unnið titil með aðalliði Argentínumanna þrátt fyrir að hafa unnið yfir þrjátíu titla með Barcelona.Leikmenn liðanna eru engir vinir og það sást vel í nótt enda var oft stutt í leiðindin.Sergio Aguero og Lionel Messi voru báðir mjög nálægt því að skora í leiknum en skot þeirra enduðu í stöng og slá. Argentínumenn hafa ekki unnið Brasilíu í landsleik síðan árið 2005.Gabriel Jesus kom Brasilíu í 1-0 á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino og Jesus launaði síðan greiðann með því að leggja upp seinna markið fyrir Firmino á 81. mínútu.Brasilíska landsliðið hefur enn ekki fengið á sig mark í keppninni og mætir nú annaðhvort Síle eða Perú í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum í Ríó. Seinni undanúrslitaleikurinn er á dagskrá í nótt.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.