Þyrlur og hundar hluti af víðtækri öryggisgæslu á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 20:15 Frá Mercedes Benz leikvanginum sem hýsir Super Bowl leikinn í ár. Getty/Kevin C. Cox Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira
Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira