Innlent

Ofurölvi og vildi ekki yfirgefa vínbúðina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mál af ýmsum toga komu inn á borð lögreglu í nótt.
Mál af ýmsum toga komu inn á borð lögreglu í nótt. Vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Á sjöunda tímanum hafði lögregla afskipti af ofurölvi manni í miðbænum þar sem hann var til ama. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðborginni.  Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn hafi ítrekað haft afskipti af manninum, vekja hann og vísa honum í burt en gekk ekki.  Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu á meðan ástand batnar.

Lögregla handók mann í vínbúð í Hafnarfirði þar sem hann var ofurölvi og vildi ekki yfirgefa búðina. Maðurinn var handtekinn sökum ástands og vistaður í fangageymslu meðan ástand hans batnar.

Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um mann með stóran hníf í Grafarholti. Lögreglumenn höfðu afskipti af manninum en hann virðist ekki hafa ógnað neinum með hnífnum. Var málið aðeins skráð sem brot á vopnalögum.

Skömmu fyrir klukkan átta var tilkynnt um að kviknað hafi í þar sem verið var að nota gasgrill.  Húsráðandi náði að slökkva eldinn og hlaut minniháttar sár við slökkvistarfið  en ekki var þörf á sjúkrabifreið.  Skemmdir urðu þó á pallinum þar sem verið var að grilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×