Innlent

Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þriðji orkupakkinn var til umræðu tvo daga í síðustu viku en nú stendur yfir svonefndur þingstubbur tileinkaður orkupakkanum.
Þriðji orkupakkinn var til umræðu tvo daga í síðustu viku en nú stendur yfir svonefndur þingstubbur tileinkaður orkupakkanum. Vísir/Vilhelm
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES.

Andstæðingar þriðja orkupakkans halda því fram að Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku með samþykkt pakkans. Um leið hvort við séum að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunar Evrópu.

Þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins leggjast alfarið gegn samþykkt. 

Beina útsendingu frá þinfundinum má sjá hér að neðan en hann hefst klukkan 10:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×