Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. júlí 2019 18:45 Kerskálarnir þrír í Straumsvík en þriðja skálanum sem stendur við Reykjanesbraut var lokað í nótt. Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira