Jessica Andrade skellti Rose Namajunas á hausinn og tryggði sér titilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2019 06:08 Andrade skellir Namajunas á hausinn. Vísir/Getty UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira
UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira
Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti