Enski boltinn

Áfrýjun Tottenham skilaði engu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Son í sárum eftir að rauða spjaldið fór á loft.
Son í sárum eftir að rauða spjaldið fór á loft. vísir/getty

Áfrýun Tottenham vegna rauða spjaldsins sem Heung-Min Son fékk í leik liðsins gegn Chelsea á dögunum hefur verið hafnað.

Son fékk beint rautt spjald eftir að hafa sparkað í Antonio Rudiger er Son lá á vellinum en Rudiger féll með miklum tilþrifum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Son fær að líta rauða spjaldið á leiktíðinni svo hann er á leið í lengra bann en vanalega er gefið fyrir rauð spjöld.







Hann verður því til að mynda ekki með Tottenham á öðrum degi jóla er liðið mætir Brighton í hádegisleiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×