Enski boltinn

Benitez gerði upp Liver­pool-krafta­verkið í Instanbúl: Hlut­verk Kewell og víta­spyrnu­keppnin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez á hliðarlínunni.
Benitez á hliðarlínunni. vísir/getty

Rafael Benitez var gestur sjónvarpsþáttarins Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem spænski stjórinn fór um víðan völl.

Benitez er nú stjóri Dalian Yifang í Kína en hann fór þangað í sumar eftir að hafa sagt skilið við Newcastle en hann þjálfaði einnig Liverpool á Englandi og gerði þá að Evrópumeisturum 2005.

Auk þess að gera upp umferðina í gær og fara vel yfir leik Newcastle og Arsenal þá fór Benitez yfir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn AC Milan árið 2005.
Benitez fór yfir allar ákvarðanirnar varðandi liðsuppstillingu en ein sú athyglisverðasta var að Harry Kewell byrjaði fyrir aftan framherjann og Ditmar Hamann var á bekknum.

Jamie Carragher, sem spilaði leikinn en er nú spekingur hjá Sky Sports, var einnig í settinu og þeir fóru ekki bara yfir leikinn heldur ræddu þeir einnig vítaspyrnukeppnina þar sem sá spænski var vel undirbúinn.
Leikurinn fer seint úr minnum Liverpool-manna en þeir voru 3-0 undir í hálfleik en náðu að jafna 3-3. Leikurinn fór síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Bítlaborgarliðið vann en skemmtileg greining Benitez.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.