Innlent

Rauðum viðvörunum fjölgar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rauð veðurviðvörun hefur einnig tekið gildi á Norðurlandi eystra.
Rauð veðurviðvörun hefur einnig tekið gildi á Norðurlandi eystra.

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. Hún tekur gildi núna klukkan 16 en þar mælist vindstyrkur víða 33 m/s.

Þar að auki hefur verið tekin ákvörðun um það að herða á veðurviðvörunum á Norðurlandi eystra. Þar tók einnig rauð veðurviðvörun gildi klukkan 16.

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Að sögn veðurfræðings verður veðrið verst í höfuðborginni frá klukkan 17 til 22. Það muni þó ekki lægja af alvöru fyrr en í nótt. Þessu fylgi töluverður éljagangur, jafnvel meiri ofankoma en áður hafði verið búist við.

Það tekur að hvessa á suðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Við sunnanverðan Vatnajökul gætu vindhviður náð 50 m/s og má búast við hvassviðri á þeim slóðum fram yfir hádegi. 

Nánar um nýjustu vendingar í veðrinu má nálgast í Veðurvakt Vísis.

Fréttin var uppfærð kl. 16:03


Tengdar fréttir

Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum

Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×