Sport

Colby viðurkenndi að stælarnir í honum væri leikaraskapur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colby Covington.
Colby Covington. vísir/getty

UFC-kappinn umdeildi Colby Covington viðurkenndi í viðtali á dögunum að allir þessir stælar sem fylgdi honum væri leikaraskapur svo hann fengi þá athygli sem hann teldi sig eiga skilið.Covington hefur meira og minna gert alla hjá UFC brjálaða síðustu tvö ár með stælunum í sér. Þessi hegðun hefur komið mörgum á óvart enda var hann kurteis og indæll drengur fram að því.Colby sagðist hafa neyðst til þess að gera þetta því UFC hafi hótað slíta samningi við hann. Þetta hafi verið leiðin til þess að vekja athygli á sér. Kollegar hans hjá UFC eru frekar hneykslaðir á þessu.„Þetta er galið. Ef þú ætlar að vera með svona leikaraskap þá þarftu að klára dæmið. Meira að segja fólk í WWE er áfram í karakter á meðan þau eru á samningi þar. Það er frekar sérstakt að hann skuli viðurkenna þetta á meðan hann er enn að berjast,“ sagði fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway.Andstæðingur Colby um helgina, Kamaru Usman, sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart. Gaurinn væri eins falskur og hægt væri að vera.

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.