Sport

Covington: Uncle Fester fær ekki að setja beltið utan um mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colby þykist hér vera að lesa bókina eftir Trump yngri.
Colby þykist hér vera að lesa bókina eftir Trump yngri. vísir/getty

Colby Covington stal senunni á viðburði fyrir UFC 245 í gær. Þar óð hann á súðum og hjólaði sem fyrr í forseta UFC, Dana White, sem hann kallar Uncle Fester.

Covington mætti í appelsínugulum jakkafötum á viðburðinn en þar fengu aðdáendur að spyrja stóru nöfnin á viðburði helgarinnar spurninga.

Ben Askren, sem er nýhættur að berjast, þolir ekki Colby og stóðst ekki mátið að skjóta aðeins á hann.Sem fyrr mætti Colby með nýútgefna bók Donalds Trump Jr. og svo með Trump-húfu. Hann sló alla út af laginu með fyrsta svari sínu sem tengdist ekki spurningunni. Hann sagðist hafa hugsað mikið um málin og komist að þeirri niðurstöðu að Jeffrey Epstein hefði ekki framið sjálfsvíg.

Colby hefur ítrekað látið Dana White heyra það sem hann telur hafa margsvikið sig. Nú fær hann tækifæri og mun berjast um beltið í veltivigtinni gegn meistaranum Kamaru Usman.

Hann vill þó ekki að White setji beltið utan um sig er hann hefur unnið Usman. Það gæti því orðið áhugaverð uppákoma ef hann vinnur og White reynir að setja beltið á hann.

Sjá má Colby á sviðinu hér að neðan.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.