Sænskt ungstirni stöðvaði sigurgöngu Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sterkt stig hjá Sociedad
Sterkt stig hjá Sociedad vísir/getty

Barcelona lenti í vandræðum í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið heimsótti Real Sociedad en þegar kom að leiknum í dag hafði Barcelona unnið fjóra deildarleiki í röð.Heimamenn fengu vítaspyrnu snemma leiks sem Mikel Oyarzabal færði sér í nyt en Antoine Griezmann jafnaði fyrir Börsunga, skömmu fyrir leikhlé, á sínum gamla heimavelli.Luis Suarez kom gestunum yfir snemma í síðari hálfleik en eftir klukkutíma leik jafnaði sænski framherjinn Alexander Isak metin fyrir Sociedad og þar við sat. Lokatölur 2-2.Úrslitin þýða að Real Madrid getur tyllt sér á topp deildarinnar takist liðinu að leggja Valencia að velli á morgun.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.