Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun nauðsynlegt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2019 13:35 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Vísir/Baldur Hrafnkell Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að geðlæknir hefði metið hann þroskahamlaðan. Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um einstök mál en fékkst til þess að leggja mat á stöðuna í heild. „Ég hef áhyggjur af málefnum þessa hóps og við höfum nefnt hversu slæm staðan er í býsna langan tíma en það sem við sjáum hins vegar núna er algjör hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ráðherra dómsmála, heilbrigðismála og félagsmála eru öll að vinna í því að gera starfsumhverfi okkar betra og tryggja öryggi og vellíðan þessa hóps betur en áður. Það sjáum við mjög ákveðið með þessu geðheilsuteymi sem tekur til starfa núna um næst áramót. Teymið mun meta alla fanga og fylgja þeim eftir í þeirra afplánun. Það mun jafnframt aðstoða okkar starfsfólk og ef ástæða þykir til að þá hefur þetta teymi tengingar út í samfélagið til þess að sinna þessum einstaklingum utan fangelsa og vista utan fangelsa ef ástæða þykir til. Framundan er meiri menntun fyrir fangaverði þannig að þeir séu betur í stakk búnir að sinna veikari föngum þannig að við erum á ákveðnum tímamótum sem ég hlakka til að sjá hvernig vindur fram en það er alveg ljóst að stjörnvöld eru að bera sína ábyrgð og vinna býsna gott starf núna“ Páll segir að vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið hjá stjórnmálastéttinni og ekki síður í samfélaginu í heild. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri afar slæm hjá föngum með þroskahömlun.Vísir/Stöð 2 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan sé slæm hjá þessum hópi og kallaði eftir því að sérstakt úrræði yrði sett á fót fyrir sakhæft fatlað fólk. „Ég er sammála henni í því. Það er hins vegar matsatriði hvenær refsing í fangelsi skilar árangri og hvenær ekki. Það er alveg ljóst að menn geta veikst meira í fangelsi, það er álag að vera í fangelsi og það ýtir undir andleg veikindi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að einstaklingar sem eru það veikir að þeir skilji ekki tilgang fangelsunar að þeir fái inni í öðru úrræði og ég bind vonir við að það verði til staðar innan ekki langs tíma. Mörk milli sakhæfis og ósakhæfis eru óskýr og menn geta farið inn og út á því sviði; verið sakhæfir á ákveðnum tíma og ósakhæfir á öðrum tíma og þá verður svona úrræði að vera til staðar og ég er nokkuð viss um að þannig verður þetta eftir ekki langan tíma,“ segir Páll sem bætir við. „En á meðan eru þeir í fangelsi og á meðan er staðan þeirra erfið og staða míns starfsfólks líka erfið því það er mikið álag að sinna svona veikum einstaklingum.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44 Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59 Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að geðlæknir hefði metið hann þroskahamlaðan. Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um einstök mál en fékkst til þess að leggja mat á stöðuna í heild. „Ég hef áhyggjur af málefnum þessa hóps og við höfum nefnt hversu slæm staðan er í býsna langan tíma en það sem við sjáum hins vegar núna er algjör hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ráðherra dómsmála, heilbrigðismála og félagsmála eru öll að vinna í því að gera starfsumhverfi okkar betra og tryggja öryggi og vellíðan þessa hóps betur en áður. Það sjáum við mjög ákveðið með þessu geðheilsuteymi sem tekur til starfa núna um næst áramót. Teymið mun meta alla fanga og fylgja þeim eftir í þeirra afplánun. Það mun jafnframt aðstoða okkar starfsfólk og ef ástæða þykir til að þá hefur þetta teymi tengingar út í samfélagið til þess að sinna þessum einstaklingum utan fangelsa og vista utan fangelsa ef ástæða þykir til. Framundan er meiri menntun fyrir fangaverði þannig að þeir séu betur í stakk búnir að sinna veikari föngum þannig að við erum á ákveðnum tímamótum sem ég hlakka til að sjá hvernig vindur fram en það er alveg ljóst að stjörnvöld eru að bera sína ábyrgð og vinna býsna gott starf núna“ Páll segir að vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið hjá stjórnmálastéttinni og ekki síður í samfélaginu í heild. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri afar slæm hjá föngum með þroskahömlun.Vísir/Stöð 2 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan sé slæm hjá þessum hópi og kallaði eftir því að sérstakt úrræði yrði sett á fót fyrir sakhæft fatlað fólk. „Ég er sammála henni í því. Það er hins vegar matsatriði hvenær refsing í fangelsi skilar árangri og hvenær ekki. Það er alveg ljóst að menn geta veikst meira í fangelsi, það er álag að vera í fangelsi og það ýtir undir andleg veikindi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að einstaklingar sem eru það veikir að þeir skilji ekki tilgang fangelsunar að þeir fái inni í öðru úrræði og ég bind vonir við að það verði til staðar innan ekki langs tíma. Mörk milli sakhæfis og ósakhæfis eru óskýr og menn geta farið inn og út á því sviði; verið sakhæfir á ákveðnum tíma og ósakhæfir á öðrum tíma og þá verður svona úrræði að vera til staðar og ég er nokkuð viss um að þannig verður þetta eftir ekki langan tíma,“ segir Páll sem bætir við. „En á meðan eru þeir í fangelsi og á meðan er staðan þeirra erfið og staða míns starfsfólks líka erfið því það er mikið álag að sinna svona veikum einstaklingum.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44 Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59 Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44
Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59
Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45