Sport

Barðist í tvær lotur með brotinn kjálka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colby fær hér þungt högg frá Usman.
Colby fær hér þungt högg frá Usman. vísir/getty

Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, uppskar virðingu margra um síðustu helgi er hann fór fimm lotur gegn meistaranum í veltivigt með brotin kjálka.Colby mætti Kamaru Usman í fimm lotu bardaga en í þriðju lotu brotnaði kjálkinn er hann fékk tvö þung högg. Hann sagði horninu sínu frá því eftir lotuna en beit á jaxlinn og hélt áfram.

Það skilaði þó engu því Usman náði tæknilegu rothöggi á Covington er lítið var eftir af fimmtu lotunni.Hann þarf eðlilega að fara í aðgerð vegna meiðslanna og verður á meiðslalista UFC næsta hálfa árið að öllum líkindum. Mörgum reyndar til mikillar gleði.

MMA

Tengdar fréttir

Kamaru Usman rotaði Colby Covington í 5. lotu

UFC 245 fór fram í nótt þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Kamaru Usman tókst að rota Colby Covington þegar 50 sekúndur voru eftir af bardaganum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.