Sport

Kamaru Usman rotaði Colby Covington í 5. lotu

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Usman kýlir Covington niður.
Usman kýlir Covington niður. Vísir/Getty

UFC 245 fór fram í nótt þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Kamaru Usman tókst að rota Colby Covington þegar 50 sekúndur voru eftir af bardaganum.Þeir Kamaru Usman og Colby Covington mættust í titilbardaga um veltivigtarbeltið. Þetta var fyrsta titilvörn Usman eftir að hann vann beltið af Tyron Woodley í mars.Það var mikill hiti í báðum fyrir bardagann og enginn sérstakur kærleikur þeirra á milli. Báðir eru frábærir glímumenn og hnífjafnir á pappírum.Þeir Usman og Colby stóðu allan tímann og skiptust á höggum. Þrátt fyrir að vera báðir glímumenn að upplagi reyndi hvorugur eina einustu fellu í bardaganum. Þeir skiptust á höggum og var bardaginn hnífjafn allan tímann. Eftir 3. lotu sagðist Covington vera kjálkabrotinn við hornið sitt en það stoppaði hann ekki í að halda áfram. Dana White, forseti UFC, staðfesti eftir bardagann að Covington hefði verið með brotinn kjálka.Í lok 5. og síðustu lotunnar náði Usman að kýla Covington niður með beinni hægri. Covington komst á lappir en Usman kýldi hann strax aftur niður. Usman hélt Covington niðri og lét nokkur högg dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði bardagann.Covington mótmældi strax ákvörðun dómarans og sagðist hafa verið í lagi. Usman fagnaði vel og innilega eftir bardagann en Covington yfirgaf búrið strax.Alexander Volkanovski er nýr fjaðurvigtarmeistari UFC. Volkanovski sigraði Max Holloway eftir dómaraákvörðun í taktískum bardaga en hann hefur nú unnið alla átta bardaga sína í UFC.Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn þegar hún sigraði Germaine de Randamie eftir dómaraákvörðun. Nunes tók þá hollensku ítrekað niður í gólfið þar sem hún var með mikla yfirburði. De Randamie náði að ógna Nunes vel standandi en meistarinn tók enga sénsa og náði fellunum sínum.Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Þrír titilbardagar á einu stærsta UFC-kvöldi ársins

UFC 245 fer fram í nótt þar sem Colby Covington fær loksins tækifæri á stóra titlinum. Það hefur verið mikill hiti á milli Covington og meistarans og útkljá þeir málin í búrinu í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.